Podcast not found.

Stúdentaspjallið

Stúdentaspjallið er hlaðvarpssería þar sem við skyggnumst inn í heim stúdenta við Háskólann á Akureyri. Hér fá stúdentar orðið og deila fjölbreyttum verkefnum, hugmyndum og sjónarhornum. Ef þú hefur áhuga á nýjum hugmyndum, skapandi verkefnum eða vilt heyra hvernig stúdentar nálgast samtímann, þá er Stúdentaspjallið vettvangurinn þar sem fróðleikur og innsýn mætast á þeirra eigin forsendum.

Temjum tæknina

Temjum tæknina er hlaðvarp um gervigreind og fólk. Magnús Smári Smárason, verkefnastjóri við Háskólann á Akureyri, tekur á móti gestum og ræðir tækni, spunagreind, sjálfvirkni og áhrif tæknibyltinga á daglegt líf. Gestir þáttarins koma úr ólíkum áttum – allt frá sérfræðingum til þeirra sem eru að taka sín fyrstu skref í tækninni. Áherslan er á mannlegar sögur og tengsl tækni við samfélagið í víðum skilningi og áhrif á ólíkar greinar.

Forysta & samskipti

Í hlaðvarpinu er fjallað um ýmsa þætti sem falla undir forystu og samskipti , eins og farsæla forystu og stjórnun, árangursrík samskipti, samningatækni, lausn ágreinings og vandamála o.fl. Sigurður fær til sín fólk sem er að fást við ólíka hluti og deilir með okkur mismunandi þekkingu og reynslu. Umsjón: Sigurður Ragnarsson, forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri og stjórnenda- og forystuþjálfari.

Load more