Bókabræður - Bókaklúbbs hlaðvarp

Bókabræður - Bókaklúbbs hlaðvarp

https://bokaklubbur.libsyn.com/rss
5 Followers 30 Episodes Claim Ownership
Bókaspjall. Rætt um og farið yfir bækur í ýmsum flokkum. Saga, heimspeki, tækni, heilsa o.fl. Bókabræður eru Kolbeinn Elí Pétursson og Ómar Ómar Ágústsson.

Episode List

#030 : Extreme Ownership - Jocko Willink & Leif Babin

Oct 12th, 2022 9:15 PM

Extreme Ownership - How U.S. Navy SEALS Lead and Win. Til að vera leiðtogi í þínu lífi þarft þú að taka fullt eignarhald á öllum aðstæðum í þínu lífi - engar afsakanir í boði! Í þessari bók er áralangri reynslu tveggja reyndra liðsforingja úr Navy Seals miðlað á hnitmiðaðan og auðskilinn hátt.  Bókin er bland af ótrúlegum sögum frá stríðinu í Írak og lexíum sem hægt er að nýta í okkar daglega lífi, hvort sem það er í viðskiptum eða hverju öðru teymi sem þú tilheyrir. Mögnuð bók sem allir ættu að kynna sér sem vilja leiða til að sigra!

#029 : The Four Agreements - Don Miguel Ruiz

Sep 22nd, 2022 5:03 PM

Stutt og auðlesin bók með skilaboðum sem eiga vel við alla. Höfundurinn miðlar visku ævagamallar menningar Toltec frumbyggja frá Mexíkó og dregur fram fjögur ný samkomulög sem við ættum að gera við sjálf okkur til að verða betri og heilli manneskjur.  Samkvæmt sögu Toltec indíánanna upplifum við lífið eins og að horfa á spegil gegnum reyk, og með aðferðum höfundarins ættum við að geta séð betur gegnum reyk blekkinga og rangra ályktana sem halda aftur af okkur. Með þessum fjórum nýju samkomulögum náum við að þjálfa okkur í að upplifa betri draum um lífið, himnaríki á jörðu.

#028 : Factfulness - Hans Rosling

Apr 13th, 2022 4:31 PM

Tíu ástæður fyrir því að við sjáum heiminn í röngu ljósi. Heimurinn er betri en þú heldur og höfundur sýnir fram á það með tölfræðilegum staðreyndum. Hans Rosling ásamt Ola Rosling og Önnu Rosling Rönnlund telja upp þau atriði sem helst valda því að við sjáum heiminn í oft verra ljósi en hann er.  Þátturinn er tekinn upp í Rabbrýminu, Bókasafni Hafnarfjarðar.

#027 : The Simple Path to Wealth - JL Collins

Mar 23rd, 2022 5:59 PM

Your road map to financial independence and a rich, free life. Einfaldur leiðavísir á mannamáli inn í fjármálaheiminn sem allir geta fylgt. Hvar á að fjárfesta, hvers vegna, hvaða áætlun er hagkvæmust og hvaða kostir og gallar eru við hinar ýmsu fjárfestingarleiðir. Þetta og margt fleira byggir höfundurinn á áratuga reynslu í fjármálaheiminum sem honum tekst að miðla á mjög aðgengilegan máta. Hvort sem þú ert með reynslu eða að stíga þín fyrstu skref, þá er þessi bók góður leiðavísir að fjárhagslegu sjálfstæði og hvernig þú getur komið þér upp "F-You Money". Tekið upp í Rabbrýminu, upptökuveri Bókasafns Hafnarfjarðar.

#026 : Digital Minimalism - Cal Newport

Mar 14th, 2022 11:27 PM

Choosing a Focused Life in a Noisy World Erum við að nota tæknina eða er tæknin að nota okkur? Samfélagsmiðlar, netmiðlar, streymisveitur og stöðugt aðgengi að upplýsingum hefur breytt lífsstíl okkar töluvert. En hverjar eru neikvæðu afleiðingarnar? Hvað ættum við að gera? Cal Newport leggur til að takmarka aðgengi okkar að þessum efnisveitum með góðum og gagnlegum ráðum. 

Get this podcast on your phone, Free

Create Your Podcast In Minutes

  • Full-featured podcast site
  • Unlimited storage and bandwidth
  • Comprehensive podcast stats
  • Distribute to Apple Podcasts, Spotify, and more
  • Make money with your podcast
Get Started
It is Free