Sólveig Anna Jónsdóttir mætir í Lestina og spjallar um hugtakið woke, woke-fána og friðarsúluna svo eitthvað sé nefnt.
Við kíkjum líka í Ásmundarsal og spjöllum við Sigurð Ámundason, myndlistarmann, um nýtt sviðslistaverk sem hann leikstýrir: Rómantísk gamanmynd. Verkið fjallar um eitraða ást og iðrun.