Þann 28. desember árið 2017 hringdi Robert Mussack í lögregluna og bað um að það yrði gerð velferðarathugun heima hjá bróður hans, Bill Mussack. Hann hafði ekkert heyrt í honum í næstum tvær vikur – sem var mjög ólíkt samskiptamynstri þeirra bræðra. Þegar lögreglan mætti á heimili Bills kom dóttir hans, Dayna Jennings, til dyra. Hún sagði þeim að pabbi hennar væri í burtu með nýrri kærustu. En dagarnir liðu, og ekkert bólaði á Bill og málið varð skrítnara með hverjum deginum sem leið… en málið er - að Bill Mussack var mun nær en nokkrum grunaði.