386.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Í dag hringi ég í Þórhall Dan og við ræðum um leikina í PepsiMax karla í gær. Tóta er tíðrætt um leik Stjörnunnar og Fylkis þar sem garðbæðingar höfðu 2-0 sigur. Við ræðum einnig um West Ham sem er nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Leicester í gær og svo ræðum við einnig um Ronaldo. Seinna símtal dagsins er við Andra Stein Birgisson sérfræðing minn í Lengjudeildinni en 5 leikir eru í dag í deildinni. Andri Steinn spáir í spilin fyrir leiki dagsins. Njótið.