Sóley Björk Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum við Eyjarfjörð og fyrrverandi bæjarfulltrúi, segist vera áhugakona um breytingar. Hún telur óumflýjanlegt að framundan séu breytingar í hegðun og lífsstíl og leggur áherslu á mikilvægi þess að við tökum öll lítil skref í átt að sjálfbærari lífsstíl.
Lífsgæði, fyrir Sóleyju, snúast um að meta það sem maður hefur hverju sinni, líða vel og vera sátt í eigin skinni. Henni finnst það mikil gæfa að vera í starfi sem hún geti gefið af sér. Í því felist mikil lífsfylling en jafnframt þarf að gæta að því að setja sér mörk, hvíla sig og gera eitthvað sem er nærandi.
IG Transformia: https://www.instagram.com/transformia_1111/