Heil og sæl. Í dag hringi ég til Spánar þar sem Ágúst Jóhannsson þjálfari kvennaliðs Vals er á línunni en Valur og Porrino mætast á morgun í fyrri úrslitaleik sínum í Evrópubikarnum. Þórhallur Dan er svo í spjalli og við tölum um son hans, Dag Dan, og einnig um Bestu deild karla og svo Man.United sem er komið í úrslit Evrópudeildarinnar. Svanhvít er svo á línunni og við ræðum um Tindastól-Stjörnuna, og Haukar-Njarðvík í körfunni og svo um dómgæsluna. Þá tölum við um enska boltann, Bestu deild kvenna og evrópuboltann ásamt fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta.