Í fjórða þætti hlaðvarpsseríunnar Með Laxness á heilanum talar Ólafur Stefánsson, fyrrverandi handboltamaður um ást sína á Brekkukotsannál sem hann segir að sé galdrabók.
Margrét ræddi við Ólaf um lífið í Brekkukoti, hinn hreina tón, galdra, töfrasprota, alheiminn, ömmur og afa, sönginn og sáttina í vinnuherbergi Halldórs Laxness á Gljúfrasteini.