246.þáttur. Mín skoðun. Það er fjölbreyttur þáttur í dag. Tippari vikunnar er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og hún fer á kostum skal ég segja ykkur. Siggi Sveins handboltagoðsögn fer yfir gang mála á HM en undanúrslitin eru í dag. Siggi er alveg með þetta. Þórhallur Dan liggur ekki á skoðunum sínum sem fyrr og talar um ráðningar og annað hjá KSÍ og svo er Hannes S. Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands í stuttu spjalli en KKÍ er 60 ára í dag. Njótið elskurnar og góða helgi.