Í þessum þætti verður sérstakt jólaþema þar sem bæði málin gerast í desember! Við byrjum á því að fjalla um Los Feliz Murder Mansion, en eftir að hræðilegt morð átti sér stað þar, stóð húsið ósnert með jólaskreytingum í mörg mörg ár.
Seinna málið sem við fjöllum um er JonBenét Ramsey, 6 ára fegurðardrottningin sem fannst látin á heimili sínu á jóladag. Mannránsbréf, brotinn gluggi, DNA, í raun böns af sönnunargögnum en ekkert sem að bendir á sekann aðila og þar með er málið enn í dag óleyst.
Þetta er næstsíðasti þátturinn okkar í desember, en næsti þáttur kemur út á laugardaginn! Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár - og munið að koma og henda ykkur yfir á samfélagsmiðlana okkar til að lesa eitthvað gúrme dæmi á meðan jólafríinu stendur!