Alþingi samþykkti 3. september frumvarp félagsmálaráðherra um svokölluð hlutdeildarlán. Óhætt er að segja að stuðningur við málið hafi verið víðtækur og þvert á flokka. Allir þingmenn fyrir utan einn studdu frumvarpið í endanlegri mynd. Þessi eini sem sat hjá er stjórnarþingmaður og sá er hér talar.
Það er ekki einfalt eða léttvægt fyrir stjórnarþingmann að sitja hjá þegar frumvarp ríkisstjórnar kemur til atkvæða. Með rökum á halda því fram að hjáseta sé í raun ekki annað en yfirlýsing um að viðkomandi styðji ekki málið og jafngildi því að greiða atkvæði á móti stjórnarfrumvarpi.
En hvað eru hlutdeildarlán og af hverju gat ég ekki stutt stjórnarfrumvarp?