Ég hef lengi verið sannfærður um að tekjuskattskerfi einstaklinga sé ranglátt og vinni gegn þeim markmiðum sem stjórnmálamenn segjast vilja ná; að vera tekjujöfnunartæki á sama tíma og tekjur ríkisins séu tryggðar, jafnvel hámarkaðar.
Þrepaskipt tekjuskattskerfi með tekjutengingum og háum jaðarsköttum er með innbyggðan galla sem vinnur gegn launafólki ekki síst því sem er með lægstu tekjurnar. Halda má því fram að eftir því sem staða fólks á vinnumarkaði er lakari því óréttlátara er tekjuskattskerfið.
Fyrir nokkrum árum setti ég fram tillögu um flatan tekjuskatt – eina skattprósentu óháð tekjum – en um leið taka upp nýjan persónuafsláttur sem lækki eftir því sem tekjur hækka. Í slíku kerfi er réttlætanlegt að ónýttur persónuafsláttur sé greiddur út – s.s. tekjuskattur þeirra sem lakast standa verður neikvæður. Um þetta er fjallað að þessu sinni og um leið sögð saga af tíu vinum og hvernig þrepaskiptin í skattkerfinu virkar.