Í þessum þætti beini ég sjónum okkar að þjálfun hugbúnaðarteyma og fæ til mín sérfræðing í þeim efnum, Daða Ingólfsson, sem starfar sem teymisþjálfari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri. Hann hefur gríðarlega reynslu í þessum efnum og á stóran þátt í útbreiðslu á þekkingu og nýtingu á Agile hugmyndafræðinni hér á landi ásamt Pétri Orra Sæmundsen og fleirum, ekki síst í gegnum ráðstefnuna Agile Ísland sem var árlegur viðburður um alllangt skeið.