Heil og sæl. Í þætti dagsins eru fjórir viðmælendur. Kristinn Kærnested ræðir við mig um íslenska landsliðið í fótbolta sem mætir Kosóvó, við tölum líka um Liverpool, íslenska boltann og svo er ein Krummasaga tengd Val. Einar Jónsson gerir upp landsleikina gegn Grikklandi í handboltanum og svo tölum við um Olísdeildina en næst síðasta umferðin fer fram á morgun. Kristinn Albertsson er nýr formaður KKÍ og við tölum um kjörið, útlendingamál í körfuboltanum, VÍS bikarinn og spurningin hvort einhverjar breytingar verði á næstunni með nýjum formanni. Svanhvít er svo á línunni og við tölum um Ísland-Kosóvó og hvernig Arnar stillir væntanlega upp og svo er það slúðrið í boltanum. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.