Í Stofuspjallinu á þessu sinni fáum við til okkar magnaðan gest sem hefur haft djúpstæð áhrif á kaffimenningu Íslendinga. Guðmundur Halldórsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Te & Kaffi, sem hefur verið leiðandi afl á markaði allt frá upphafi, allt frá fyrstu kaffihúsunum til þess að setja gæðakaffi á dagskrá landsmanna. Te & kaffi var valið fyrirtæki ársins í Hafnarfiði árið 2024 og þessu viðtali ræðum við frumkvöðlastarfið, vegferðina í að byggja upp eitt ástsælasta vörumerki landsins, förum yfir hvernig allt byrjaði, áskoranirnar sem fylgja vegferðinni, og hvað það er sem hefur haldið Guðmundi drifnum, skapandi og jarðbundnum í gegnum árin.