Það er eitthvað öfugsnúið við að fjárhagur ríkisfyrirtækis í samkeppnisrekstri vænkist með hverju árinu sem líður á sama tíma og mörg einkafyrirtæki berjast í bökkum. Leikreglurnar eru skakkar – það er vitlaust gefið. Það eru hins vegar litlar eða engar líkur á því að leikreglunum verði breytt á komandi árum, a.m.k. ekki þegar kemur að ríkisrekstri fjölmiðla. Öllum má vera það ljóst að yfirgnæfandi meirihluti þingmanna stendur dyggilega vörð um Ríkisútvarpið.