404.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Tippari vikunnar í dag er Ásmundur Einar Daðason, Félags-og barnamálaráðherra. Við ræðum um fótboltann, körfuboltann og íþróttir almennt og svo um pólitíkina auk þess að tippa á 5 leiki á Lengjunni. Því næst hringi ég í Þórhall Dan og við förum yfir Litlu-tippkeppnina okkar, spjöllum um PepsiMax, enska boltann, handboltann, körfuboltann og slúður og svo margt, margt fleira. Tóti er snillingur. Þriðji viðmælandinn í dag er svo Andri Steinn Birgisson sérfræðingur minn í Lengjudeildinni. Við förum yfir leiki morgundagsins, tökum einnig fyrir 2.deild og 3.deild og spjöllum aðeins um slúður í þjálfarakapalnum. Njótið helgarinnar.