299.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Tippari vikunnar er að þessu sinni hinn eini sanni Eyfi, (Eyjólfur Kristjánsson). Eyfi verður 60 ára á morgun og hann heldur með Þrótti og Manchester United. Gaman að því. Þórhallur Dan er svo að sjálfsögðu á línunni en við förum yfir boltann í gær og tölum svo aðeins um umboðsmenn í fótboltanum og fleira því tengt. Við fjöllum um íslenska kvennalandsliðið í handbolta sem leikur í dag gegn Slóveníu í umspili HM og Þórhallur Dan biðlar til sóttvarnaryfirvalda um að stöðva ekki íþróttir aftur. Njótið helgarinnar elskurnar.