Heil og sæl. Í þætti dagsins eru fjórir viðmælendur. Kristinn Kærnested ræðir við mig um enska boltann, meistaradeildina og einnig um Mo Salah hjá Liverpool. Kristján Einar Kristjánsson Formúlu 1 sérfræðingur, talar við mig um Formúluna sem lauk um helgina og þær breytingar sem verða á bílinum fyrir næstu heimsmeistarakeppni. Einar Jónsson talar við mig um Olísdeildina í handbolta og við förum yfir gang mála í HM kvenna sem nú stendur sem hæst. Svanhvít Valtýs ræðir svo við mig um Bónusdeildina í körfubolta en aldeilis óvænt úrslit urðu um helgina og við spáum í næstu umferð. Þetta og margt margt fleira er í þætti dagsins. Njótið og takk fyrir að hlusta.