Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun, brennur fyrir hraðari innleiðingu á nýjum lausnum sem geta hjálpað okkur að takast á við loftsslagvánna, bætt orkunýtni og aukið orkuöryggi.
Sigurður segir innleiðingarhlutann oft vera týnda hlekkinn í breytingakeðjunni. Jafnvel þó að nýjar og hagkvæmar lausnir séu komnar fram á sjónarviðið þá sé ekki hægt að treysta á að innleiðing eigi sér stað sjálfkrafa. “Það þarf að brúa bilið frá lausninni til notkunar” segir hann. Við spjöllum um rafbíla, breytingahræðslu, silakeppi, vini glóperunnar og margt fleira.
https://www.instagram.com/transformia_1111/