Hér spjalla þeir Óskar Grétarsson leiðtogi málm- og véltæknigreina hjá Iðunni og Björn Jóhannsson landslagsarkitekt um notkunarmöguleika SketchUp forritsins fyrir iðnaðinn.
Þeir fjalla sérstaklega um námskeið sem Björn heldur hjá Iðunni þar sem farið er í grunninn á forritinu, Sketchup pro og Layout og Twinmotion og sýndarveruleika. Sérstakar vinnubúðir eru einnig í boði þar sem fólk getur unnið að raunverulegum verkefnum.