Baráttan um hylli kjósenda er margbreytileg en ekki síbreytileg – aðeins aðferðirnar breytast í takt við tæknina.
Margir stjórnmálamenn eru sannfærðir um að hægt sé að ná verulegum árangri með því að ýta undir öfund og tortryggni meðal almennings. Raunar byggir hugmyndafræði sumra þeirra hreinlega á öfund, sundurþykkju og átökum þar sem nágrönnum er att saman, stétt gegn stétt, landbyggð gegn höfuðborg. Þetta er hugmyndafræði sem rekur fleyg milli þeirra sem yngri eru og þeirra eldri, milli launafólk og atvinnurekenda.