Í þætti dagsins eru þrír viðmælendur. Teitur Örlygsson körfuboltagoðsögn ræðir við mig um úrslitaleik Tindastóls og Stjörnunnar og einnig um nýja reglugerð varðandi útlendinga í boltanum hér heima og fleira til. Bjarni Fritzson handboltaþjálfari og rithöfundur með meiru ræðir við mig um Fram og Val í úrslitakeppni karla og svo einnig um Val og Hauka í úrslitakeppni kvenna. Kristinn Kærnested er svo í spjalli um Bestu deild karla, landsliðsvalið, úrslitaleik Man.United og Tottenham og margt margt fleira. Njótið og takk fyrir að hlusta.