Í þætti dagsins heyri ég í Ægi Þór Steinarssyni körfubolta snillingi. Við tölum um úrslitakeppnina, landsliðið, Hlyn Bærings og svo margt margt fleira, mjög gaman. Bjarni Fritzson handboltaþjálfari, rithöfundur og fleira er á línunni um Fram og Íslandsmeistaratitil þeirra í gær. Við ræðum um handbolta vítt og breytt. Að lokum heyri ég svo í Kristni Kærnested og við tölum um úrslitaleik Evrópudeildarinnar, Bestu deild karla og lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar sem er um helgina ásamt fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta.