Þjálfaraskipti hjá FH. Viðar Halldórsson formaður, Ólafur Kristjánsson fyrrum þjálfari og núverandi hjá Esbjerg og svo Logi Ólafsson nýráðinn þjálfari voru á línunni. Guðjón Þórðarson nýráðinn þjálfari Víkings frá Ólafsvík og formaður félagsins Jóhann Pétursson voru í spjalli og þá heyrði ég í Kjartani Stefánssyni þjálfara Fylkis í PepsiMaxdeild kvenna.