Daginn eftir 11 ára brúðkaupsafmælið okkar settumst við niður og tókum upp þátt.
Við förum yfir alla sambandssöguna okkar, hvað hefur breyst síðan við opnuðum sambandið og hvað kom okkur á óvart.
Hvernig tökumst við á við afbrýðissemi?
Er lokað samband kannski aðeins falskt öryggi?
Vonandi svalar þetta hluta af forvitni ykkar um opin sambönd og gerir ykkur spennt að víkka sjóndeildarhringinn ykkar.