Bjarni Benediktsson var einhver áhrifamesti stjórnmálamaður Íslendinga á liðinnni öld. Hann var formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og borgarstjóri. Bjarni markaði stefnu landsins í varnar- og öryggismálum - stefnu sem fylgt hefur verið eftir allar götur síðan.
Í tilefni af því að senn líður að landsfundi Sjálfstæðisflokksins leitaði ég í fræðakistur Bjarna og staldraði við hugmyndir hans um hvaða eiginleika stjórnmálamaður þurfi að búa yfir. Kjörnir fulltrúar á þingi og sveitarstjórnum gætu margt lært.