Í þriðja þætti hlaðvarpsseríunnar Með Laxness á heilanum talar Elísabet Kristín Jökulsdóttir, skáldkona um ást sína á verkum Halldórs. Ástin, tárin og erótíkin í bókum Halldórs eru Elísabetu hugleikin. Hún segir að það hafi komið fólki á óvart þegar hún benti á að allt væri löðrandi í erótík í sögum Halldórs, ,,það var eins og ég væri að uppgötva þyngdarlögmálið," segir hún.
Og öll tárin. ,,Allar persónur hans gráta, sérstaklega í Sjálfstæðu fólki, þá gráta allir, dýrin gráta, það grætur eiginlega allt,
... Halldór Laxness er búinn að gefa okkur leyfi til að gráta og við þurfum ekki meira leyfi en það,” segir Elísabet Jökulsdóttir.
Margrét hitti skáldkonuna á nýja heimilinu hennar í Hveragerði á dögunum.