516.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag heyri í tveimur aðilum. Fyrst í Þórhalli Dan og við tölum um KSÍ-stjórnarkjörið. Hver verður næsti formaður? Það var dregið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í morgun, körfubolti og handbolti, pistill Jóns Rúnars inná Fótbolta.net og pistill Barkar Edvardssonar formanns Vals eru til umræðu og margt fleira. Síðan heyri ég í Benedikt Guðmundssyni þjálfara Njarðvíkur og við tölum um þennan stórkostlega sigur Íslands á Ítalíu í undankeppni HM í gær og stjörnuleikmanninn Tryggva Snæ Hlinason. Njótið helgarinnar og takk fyrir að hlusta.