Ekki verður annað séð en að þeim stjórnmálamönnum fjölgi fremur en fækki sem telja það til árangurs fallið að nota merkimiða á sjálfa sig en ekki síður á pólitíska andstæðinga. Klisjur og merkimiðar eru oft árangursrík aðferð og gefa stjórnmálamönnum tækifæri til að forðast efnislegar umræður um mikilvæg mál.