Heil og sæl. Í dag er nóg um að vera. Einar Jónsson þjálfari Fram í handbolta er á línunni um úrslitakeppni karla og kvenna og við tölum einnig um evrópuboltann í handbolta ásamt fleiru. Haraldur Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur í fótoblta er í spjalli um Lengjudeildina sem hefst í kvöld og við ræðum einnig um Bestu deildina og Meistaradeildina. Halli í BK-kjúklingi er á línunni frá Liverpool-borg þar sem hann er að fara á leik á morgun en kappinn hefur selt fyrirtækið og þakka ég honum kærlega fyrir samstarfið. Yndislegur hann Halli. Svanhvít er svo á línunni um úrslitakeppnina í körfubolta karla og kvenna ásamt því að við tölum um Evrópudeildina og Sambandsdeildina ásamt ýmsu fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta.