Velkomin í 2.þátt af ,,Örlítið í ólagi", hlaðvarpið þar sem ,,chaos" er okkar strúktúr og allir fá að vera eins og þeir eru.
Í þessum þætti fáum við að kynnast Lindu Sæberg örlítið, heyrum að Hrafndís heldur rosalega mikið upp á orðið ,,já" og förum létt yfir ástartungumálin 5 og hvað þau þýða. Dýfum tánum rétt aðeins í hvað er kink og hvernig er hægt að tengja þau við ástartungumálið okkar.
Upprunalega planið var að hafa þátt 1 sinni í viku en við sáum strax að það er alls ekki nóg svo hér er annar þáttur tveimur dögum eftir fyrsta þáttinn.