Saga Sádi-Arabíu
Fjallað um sögu Sádi-Arabíu, hvernig þetta ríki í eyðimörk Arabíuskagans varð og til og hvernig það komst til áhrifa á alþjóðavettvangi.
Eiturlyfjasmyglarar í Mexíkó
Aldarlöng saga eiturlyfjasmyglara í Mexíkó og rætur þeirrar vargaldar sem þar geisar á milli glæpagengja.
Íranska kjarnorkuáætlunin
Fjallað um sögu írönsku kjarnorkuáætlunarinnar. Upphaf hennar má rekja allt til upphafs sjötta áratugarins, en fyrstu skrefin á kjarnorkubrautinni tóku Íranar með dyggri aðstoð og stuðningi Bandaríkjanna.
Mubarak og egypska byltinginn
Fimm ár eru um þessar mundir síðan Hosni Mubarak Egyptalandsforseti hrökklaðist frá völdum eftir þriggja vikna fjöldamótmæli á götum egypskra borga. Í þættinum er rifjuð upp saga egypsku byltingarinnar og frásagnir Íslendinga sem voru í Kaíró þessa afdrifaríku daga í janúar og febrúar 2011.
Forsetakosningar í BNA 1948
Í þættinum er fjallað um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1948, og ein óvæntustu kosningaúrslit bandarískrar stjórnmálasögu, þegar forsetinn Harry Truman kom öllum að óvörum og sigraði andstæðing sinn, Repúblikanann Thomas Dewey.