Skemmtilegir og vandaðir viðtalsþættir sem sannir bókaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Hallgrímur Thorsteinsson kynnir hlustendur fyrir höfundum vinsælustu bóka Storytel, lesurunum á bak við tjöldin og hvað það er sem fer í gerð hverrar hljóðbókar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Episode List

Segðu mér sögu

Jan 8th, 2020 10:46 AM

Hinn landsþekkti leikari Guðmundur Ólafsson er jafnframt vinsæll rithöfundur og sá eini sem tvisvar hefur hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin. Í fyrra skiptið 1986 fyrir bókina Emil og Skundi og það síðara 1998 fyrir Heljarstökk afturábak. Krakkar á öllum aldri nutu líka listilegrar frásagnargáfu hans í talsettu barnaefni á Stöð 2 í áratugi. Hér á Storytel má m.a. hlýða á einstakan flutning hans á sögunum um Emil og Skunda. Hallgrímur Thorsteinsson er einn ástsælasti fjölmiðlamaður Íslendinga. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Segðu mér sögu

Jan 8th, 2020 10:46 AM

Berglind Björk Jónasdóttir veit fátt jafn nærandi og að sökkva sér ofan í góða bók. „Það er ekkert sem færir mann nær núvitundinni en að týna sér í upplestri“ segir hún. Við þekkjum Berglindi Björk sem alhliða flytjanda, sem leikkonu, söngkonu og tónlistarmann, kannski einna best sem eina af þríeykinu Borgardætrum, en hér á Storytel sýnir hún á sér nýja hlið og les meðal annars Stúlkurnar á Englandsferjunni eftir danska glæpasagnahöfundinn Lone Theils. Hún segir okkur líka frá bókum föður síns, Jónasar Jónassonar útvarpsmanns, sem hún er stolt af að hafa getað fært til útgáfu hjá Storytel. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Segðu mér sögu

Jan 8th, 2020 10:45 AM

Arnar Jónsson steig fyrst á leiksvið hjá Leikfélagi Akureyrar 10 ára gamall. Faðir hans var formaður leikfélagsins og mamma hans, sem var frábær eftirherma, seldi miða í leikhúsið á heimilinu. Sextíu og sex árum síðar, 76 ára gamall, er Arnar enn á fullu og þau Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og eiginkona hans vinna nú að sjónvarpsútfærslu á einleiknum Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson, sem fyrir sex árum var kveðjustykki hans á sviðinu. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Segðu mér sögu

Jan 8th, 2020 10:44 AM

Miðaldasagnaheimur Söndru B. Clausen í seríunni Hjartablóð, ljósblár með sögulegu ívafi, er á ýmsa lund nýstárlegur. En sögur hennar af Magdalenu Ingvarsdóttur, fjölskyldu hennar úr Smálöndum Sviþjóðar, ástum hennar og örlögum fyrir 400 árum, eru um leið kunnuglegar, því hjartalag mannanna hefur lítið breyst. Hjartablóðsserían í flutningi Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur njóta mikilla vinsælda hér á Storytel. Hallgrímur Thorsteinsson er einn ástsælasti fjölmiðlamaður Íslendinga. Í nýrri hlaðvarpsseríu, Segðu mér sögu með Halla Thorst, kynnir hann hlustendur Storytel fyrir höfundum okkar vinsælustu bóka. Einstaklega skemmtilegir og vandaðir viðtalsþættir sem sannir bókaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Segðu mér sögu

Jan 8th, 2020 10:43 AM

Ein gagnlegasta hljóðbókin á Storytel fyrir þá þá sem unna landinu og Íslandssögunni hlýtur að vera bók fræðaþularins Jóns R. Hjálmarssonar: Landnámssögur við þjóðveginn í flutningi Hinriks Ólafssonar. Í bókinni er boðið upp á hringferð um landið þar sem sagðar eru sögur af landnámsmönnunum og heimkynnum þeirra. Hinrik er þjóðþekktur leikari, en líka leiðsögumaður eins og Jón og jafnframt mikill hestamaður. Hinrik segir ekkert jafnast á við það að skoða Ísland af hestbaki. Hallgrímur Thorsteinsson er einn ástsælasti fjölmiðlamaður Íslendinga. Í nýrri hlaðvarpsseríu, Segðu mér sögu með Halla Thorst, kynnir hann hlustendur Storytel fyrir höfundum okkar vinsælustu bóka. Einstaklega skemmtilegir og vandaðir viðtalsþættir sem sannir bókaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Get this podcast on your phone, Free

Create Your Podcast In Minutes

  • Full-featured podcast site
  • Unlimited storage and bandwidth
  • Comprehensive podcast stats
  • Distribute to Apple Podcasts, Spotify, and more
  • Make money with your podcast
Get Started
It is Free