Skjátíma ungra barna og leiðir til lausna
Totoli er sprotafyrirtæki stofnað í Berlín sem vinnur að smáforriti (appi) fyrir börn 2-5 ára. Forritið er þróað með sálfræðingum og sérfræðingum í uppeldisfræðum - byggir á fræðarannsóknum og praktík og er ætlað að hjálpa ungum börnum að mynda heilbrigt samband við skjátíma. Forritið inniheldur fjölbreytt uppbyggilegt efni (mynd-, hljóð-, og leiki) sem er sérvalið og þróað til að ýta undir þroska barna í leik á fjölbreyttum sviðum (s.s. skapandi, vitsmunalegum þroska, tilfinningaskilningi, menningarskilningi og hreyfigetu). Skjátími er rammaður inn í sérþróað flæði sem myndar rútínu og hjálpar börnum að taka mörk skjátíma í sátt og “mýkja” lendingu. Fyrsta útgáfa kom út í desember á þýskumælandi markaði (DACH) og vinnur teymið nú að því að þróa vöruna áfram og undirbúa komu á fleiri markaði. Í þessum þætti ræðum við um skjátíma ungra barna og leiðir til lausna við þrjá meðlimi Totoli teymisins; Alexöndru Gunnlaugsdóttur, kennara og uppeldisfræðilegan ráðgjafa, Magnús Felix Tryggvason sem vinnur að þróun og forritun þroskaleikja og Steinunni Arnardóttur, tæknistjóra og einn þriggja stofnenda fyrirtækisin
Nýstárlegt skólaumhverfi á framhaldsskólastigi
Í þessum þætti ræða þau Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, og Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum um nýjar leiðir við menntun nemenda á framhaldsskólastiginu. Þau tala meðal margs annars um hvernig framhaldsskólinn hefur breyst með tilkomu snjallvæðingarinnar, hvað skólinn geti gert til að auka námsáhuga í gegnum tæknina og hvernig skólaumhverfið geti haft áhrif á skjánotkun. Þau ræða það hugtak sérstaklega og ekki síst hversu flott kynslóð er að vaxa upp á Íslandi nútímans.
Nýstárleg skólaumhverfi á grunnskólastigi
Nýstárleg skólaumhverfi á grunnskólastigi Hvernig getur skólinn komið til móts við nýjan veruleika barna? Hvaða nemendahópar blómstra í þessu nýja umhverfi? Nýstárlegar aðferðir við kennslu. Erum við í stakk búin að undirbúa nemendur fyrir störf framtíðarinnar? Framtíð skólastarfs í stafrænum heimi. Viðmælendur: Gísli Rúnar Guðmundsson menntastjóri NÚ og Hallbera Gunnarsdóttir kennari við Bláskógaskóla á Laugarvatni.
Tómstundir, hreyfing og mataræði ungs fólks
Í vísindahlaðvarpinu Heilsuhegðun ungra Íslendinga er fjallað um heilsu, líðan og velferð ungs fólks á Íslandi. Umræðuefni þáttanna tengist langtímarannsókn sem vísindafólk við Menntavísindasvið HÍ gerði á stöðu ýmissa þátta í heilbrigði ungs fólk. Markmið hlaðvarpsins er að efla vitund og auka þekkingu á heilbrigðu líferni. Í þessari annarri þáttaröð hlaðvarpsins verður sjónum beint að skjánotkun ungmenna, heimilinu og skólaumhverfi. Viðmælendur í þáttunum eru vísindamenn sem gera grein fyrir stöðu þekkingar á mannamáli, læknar, skólastjórnendur, ungmenni og foreldrar. Tómstundir, hreyfing og mataræði ungs fólks Hver eru áhrif skjánotkunar á hreyfingu og matarvenjur? Hvernig getur skjánotkun verið mikilvægur hluti af tómstundum? Er hægt að nýta smáforrit sem hvatningu? Viðmælendur: Þuríður Ingvarsdóttir doktorsnemi og Gréta Jakobsdóttir lektor.
Skjárinn, foreldrahlutverkið og heilbrigð samskipti
Í vísindahlaðvarpinu Heilsuhegðun ungra Íslendinga er fjallað um heilsu, líðan og velferð ungs fólks á Íslandi. Umræðuefni þáttanna tengist langtímarannsókn sem vísindafólk við Menntavísindasvið HÍ gerði á stöðu ýmissa þátta í heilbrigði ungs fólk. Markmið hlaðvarpsins er að efla vitund og auka þekkingu á heilbrigðu líferni. Í þessari annarri þáttaröð hlaðvarpsins verður sjónum beint að skjánotkun ungmenna, heimilinu og skólaumhverfi. Viðmælendur í þáttunum eru vísindamenn sem gera grein fyrir stöðu þekkingar á mannamáli, læknar, skólastjórnendur, ungmenni og foreldrar. Skjárinn, foreldrahlutverkið og heilbrigð samskipti Hvernig stuðlum við að heilbrigðri skjánotkun barna okkar? Hvernig setjum við mörk? Eru foreldrar alltaf bestu fyrirmyndirnar? Viðmælendur: Hildur Inga Magnadóttir foreldrafræðari og Eyrún Eggertsdóttir 3ja barna móðir. Báðar hafa lokið grunnámi í sálfræði.