Föstudagur 31.01.'25 - Áskriftarþáttur 5/5 í janúar áskrift.
Seinni heimstyrjöld stóð frá 1 september 1939-2 september 1945 mannskæðasta og stærsta eyðilegging sögunnar. Fyrir stríðið voru þýskaland, Ameríka og umheimurinn allir að ganga í gegnum kreppuna miklu. Margt hafði gengið á og fólk gerði hvað sem er til að lifa af. Hinn 44 ára gamli John Reginald Halliday Christie, var að brasa allt aðra hluti en að spá í stríði og hversu bágstatt landið hans var. Hvort sem að ástandið ýtti undir það að hann missti vitið eða hvort hann faldi truflaðar gjörðir sínar og í raun nýtti sér ástandið, veit maður ekki. En eitt er víst ... hann fékk að ganga um frjáls, alltof lengi og tók alltof mörg líf kvenna, barna & ófæddra barna.