Þátturinn er sá fyrsti af tveimur um ferð þýskra göngugarpa á fjallið Nanga Parbat í Himalaja-fjöllum 1934. Fjallgöngumennirnir nutu stuðnings stjórnvalda í Þýskalandi nasismans og ætluðu sér með leiðangrinum að sanna yfirburði þýskra fjallgöngumanna. En fjallið, það níunda hæsta í heimi, reyndist ekkert lamb að leika sér við.