Í þættinum er fjallað um mál sem skók fornleifafræðaheiminn í Evrópu á ofanverðri nítjándu öld. Forngripasali frá Jerúsalem birtist þá í Lundúnum og sagðist hafa í fórum sínum þrjú þúsund ára gamalt eintak af fimmtu Mósebók. Nokkru síðar var forngripasalinn látinn og handritin hans horfin.