Fyrsti viðmælandi Rapportsins er Dr. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Landspítala. Anna tók við heiðursdoktorsnafnbót við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands á síðasta ári og verður heiðursfyrirlesari á ráðstefnunni Hjúkrun 2022 sem haldin verður í lok mars.
Anna fer yfir víðan völl í viðtalinu og segir meðal annars frá í námsárunum í Skotlandi, hvernig hjúkrun varð ævistarfið og hvers vegna hún ákvað að hætta sem hjúkrunarforstjóri Landspítala eftir að eiginmaður hennar féll skyndilega ...
Fyrsti viðmælandi Rapportsins er Dr. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Landspítala. Anna tók við heiðursdoktorsnafnbót við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands á síðasta ári og verður heiðursfyrirlesari á ráðstefnunni Hjúkrun 2022 sem haldin verður í lok mars.
Anna fer yfir víðan völl í viðtalinu og segir meðal annars frá í námsárunum í Skotlandi, hvernig hjúkrun varð ævistarfið og hvers vegna hún ákvað að hætta sem hjúkrunarforstjóri Landspítala eftir að eiginmaður hennar féll skyndilega frá í slysi.
-
Rapportið er hlaðvarp Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þáttastjórnendur fá til sín gesti úr röðum hjúkrunarfræðinga sem hafa sögur að segja af starfinu og einkalífinu. Einlægt spjall um fagið, áskoranir og lífið í öllum sínum litum.
Umsjónarkonur Rapportsins eru Edda Dröfn Daníelsdóttir og Sigríður Elín Ásmundsdóttir.
View more