Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Í þessum þætti:
Már Wolfgang Mixa dósent í fjármálum við HÍ ræðir stöðuna í hagkerfinu, vaxtaákv. stendur fyrir dyrum í vikunni og ólíklegt að vextir lækki í bili.
Haraldur Þór Jónsson oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar ræða nýja stefnu veiðifélags Þjórsár sem undir forystu Haraldar mælir nú kröftuglega fyrir nýjum virkjunum í Þjórsá og telur það laxastofninum í ánni í hag.
Dagbjört Hákonardóttir alþingismaður hefur beitt sér fyrir stuðningi Íslands við Palestínu og stutt aðgerðir forsætisráðherra á alþjóðavettvangi þar sem Ísland er nú í forystu ríkja sem skora á Ísrael að breyta stefnu sinni á Gasa. Dagbjört ræðir næstu skref í málinu af hálfu Íslendinga.
Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor á Akureyri ræðir stöðuna í Úkraínu og víðar - viðræður deiluaðila í Tyrklandi skiluðu litlu, Evrópuleiðtogar hnykla vöðvana og Trump lofar símtali við Pútín strax á morgun - er eitthvað að þokast í rétta átt?