Sögur af mönnum, siðum og siðrofi
Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir.
Jól með Arethu Franklin
Umsjón: Guðni Tómasson.
Heims um ból
Á þessu ári eru 200 ár síðan jólasöngurinn „Heims um ból" var frumfluttur árið 1818 í Oberndorf í Austurríki. Organistinn Franz Xaver Gruber samdi lagið við ljóð sem presturinn Joseph Mohr orti tveimur árum fyrr. Afmælinu er fagnað með því að söngurinn er fluttur á þýsku í sinni upprunalegu gerð frá 1818: tveir einsöngvarar, kór og gítar, eins og við frumflutninginn. Þá verður „Heims um ból" flutt á ýmsum öðrum tungumálum svo sem spænsku, búlgörsku, japönsku - og auðvitað íslensku. Lesari: Pétur Grétarsson. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Með jákvæðni og umburðarlyndi að vopni
Handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar. Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor, hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi í íslenskrar tungu 16. nóvember 2018. Eiríkur er óþreytandi talsmaður íslenskrar tungu og hefur unnið ötullega að því að vekja athygli ráðamanna á nauðsyn þess að efla máltækni á íslensku. Hann hefur jafnframt bent á hve mikilvægt er að vekja áhuga ungs fólks á málinu og að sjá til þess að það verði nothæft á öllum sviðum samfélagsins um ókomna tíð. Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Kristur, guð eða maður eða bæði?
Ævar Kjartansson reifar hugmyndina um Krist og ræðir við Sverri Jakobsson, sagnfræðing og guðfræðingana Arnfríði Guðmundsdóttur og Rúnar M. Þorsteinsson.